Félagsmenn hvattir til þátttöku í kröfugöngu
Hluti af kynningarstarfi, sumir segja áróðri, Búseta fólst í þátttöku í 1. maí hátíðarhöldum verkalýðshreyfingarinnar. Félagið hvatti félagsmenn sína til þátttöku í kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar og taka undir kröfur Búseta. Við létum prenta kröfuspjöld sem voru mjög áberandi í göngunni árið 1984 og nýttust okkur síðar við hin ýmsu tilefni. Auðvitað minnti Búseti á þá höfuðkröfu íslenskrar alþýðu aðöllum þjóðfélagsþegnum sé gert kleift að eiga kost á öruggu húsnæði. Búseti setti fram kröfur í nokkrum liðum þar sem Alþingi var minnt á ótvíræðan rétt húsnæðissamvinnufélaga til lána úr félagslegum byggingarsjóðum, að lán verði 90% af byggingarkostnaði og að nægt fjármagn til félagslegra íbúðarbygginga væri tryggt, nú þegar. Ávarp Búseta birtist í nokkrum fjölmiðlum þennan dag og myndir af hópnum með kröfuspjöldin vinsælt myndefni dagana á eftir.
Frá kröfugöngunni 1. maí 1984