Framtíðaríbúar Frostafoldar samankomnir við húsið ásamt stjórn og starfsfólki Búseta

Búseti 40 ára

1983 - 2023

Afmæli Búseta

Búseti fagnar 40 ára afmæli árið 2023, en félagið var stofnað 26. nóvember 1983. Tímamótanna verður minnst með ýmsum hætti, með útgáfu bókar, með þessum afmælisvef og afmælishófi á Grand hótel.

Þegar litið er yfir sögu Búseta er ljóst að sá mikli baráttukjarkur sem frumkvöðlar sýndu hafa komið félaginu á þann stað sem það er á í dag. Páll Gunnlaugsson arkitekt er einn þessara frumkvöðla og hann hefur skrifað ágrip af 40 ára sögu Búseta. Bókin er prýdd myndum úr starfseminni, krydduð áhugaverðum sögum og skemmtileg aflestrar.

Smellið hér til að lesa bók

Svipmyndir úr sögu Búseta

Mynd frá framhaldsstofnfundi Búseta á Hótel Borg 26. nóvember 1983
Hluti af bráðabirgðastjórn Búseta, f.v. Jón Rúnar Sveinsson, Birna Þórðardóttir, Jón frá Pálmholti, Guðni A. Jóhannesson og Reynir Ingibjartsson
Dregið um fyrstu félagsnúmer Búseta
Fyrsta stjórn Búseta árið 1983. Hér er bæði aðal- og varastjórn
Úrklippa úr DV 27.02.84 um húsnæðisvanda söngkonunnar þekktu Guðrúnar Á. Símonar
Bryndís Schram í ræðupúlti á stórfundi Í Háskólabíói. Bryndís var fundarstjóri
Baldvin Halldórsson leikari las úr Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness á stórfundi í Háskólabíói 1984
Skálað í ávaxtasafa eftir lóðarúthlutun í Frostafold
Guðni A. Jóhannesson framkvæmdastjóri Búseta og Owe Lundevall formaður HSB í Svíþjóð á blaðamannafundi á Íslandi í tengslum við inngöngu Búseta í NBO
Frá fyrsta stjórnarfundi NBO á Íslandi 1985. Myndin er tekin við Hakið á Þingvöllum.
Hamragarðar, þar sem Búseti hafði aðsetur fyrstu starfsárin og aftur eftir kaup á húsinu 1992-1998
Búseti nr. 1, Páll Ingi Kristjánsson tekur fyrstu skóflustungu að Frostafold 18-20 í Reykjavík
Þátttaka Búseta í kröfugöngunni 1. maí 1984. Barátta fyrir búsetu var slagorðið
Guðni, Páll og Reynir í heimsókn hjá Alexander Stefánssyni félagsmálaráðherra
Boðið upp á Mangósopa á mótmælafundi Búseta við Austurvöll
Birna Þórðardóttir býður alþingismönnum Mangósopa
Reyni Ingibjartsson, Auður Styrkársdóttir og Jón Rúnar Sveinsson úr stjórn Búseta ganga á fund alþingismanna
Skopmynd Sigmund um Mangómálið, Ást er að teyga guðaveigar úr sömu hyrnunni
Ólafur Sigurðsson, einn búseta í Frostafold, dregur hér númer úr hatti Hagvirkis í höndum Páls Gunnlaugssonar við útdeilingu Frostafoldar
Reynir Ingibjartsson og Harpa Njáls rýna í fyrstu tölvuna á skrifstofu Búseta sem var af gerðinni Machintosh SE
Fulltrúar búsetufélagsins í Frostafold fjalla um lóðarfrágang með Pétri Jónssyni, landslagsarkitekt
Nítugasti stjórnarfundur Búseta var haldinn á byggingasvæðinu við Frostafold í blíðskaparveðri
Framkvæmdastjóri Hagvirkis afhendir Búseta táknrænan lykil
Mynd af húsinu Frostafold 20 í Reykjavík. Húsið var byggt á árunum 1987-1988
Formaður Búseta, Páll Gunnlaugsson tekur við táknrænum lykli frá Þórði Magnússyni hjá Byggðaverki við byggingu Trönuhjalla
Rýnt í gögn á skrifstofu Búseta við Laufásveg, Reynir Ingibjartsson, Harpa Njáls, Jón Rúnar Sveinsson og Ásdís Ingólfsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir starfsmaður Búseta glaðbeitt á svip í starfsstöð Búseta við Laufásveg
Rúnar og Rósey Reynisbörn með skírteini upp á Búsparnað
Sigurdís Reynisdóttir og Guðríður Haraldsdóttir halda hér á öðru einkennismerki Búseta
Eigendur 100. íbúðar Búseta, sem er í Trönuhjalla, f.v. Þórður Magnússon, Sigríður Bjarnadóttir og Guðrún dóttir þeirra
Þátttakendur í NBO þingi í Haugasundi 1992. Reynir Ingibjartsson er hér fremst í brúnum jakka og Páll Gunnlaugsson í efri röð, einnig í brúnum jakka
Frummælendur á málþinginu „Heimilið á 21. öldinni“
Annað af húsum Búseta við Þrastarás í Hafnarfirði. Húsin eru byggð 2001
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Páll Pétursson félagsmálaráðherra taka skóflustungu að Þorláksgeisla
Horft yfir eign Búseta við Trönuhjalla í Kópavogi. Húsið var byggð árið 1990
Frá skóflustungu að Austurkór í Kópavogi árið 2012
Forsíða 30 ára afmælisrits Búseta
Hús Búseta við Lauganesveg sem byggt var árið 2016
Gísli Örn Bjarnhéðinsson framkvæmdastjóri Búseta og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri undirrita viljayfirlýsingu vegna fjölgunar búsetuíbúða
Starfsfólk og stjórn Búseta á byggingasvæðinu við Keilugranda í Reykjavík
Falk Krüger og Aðalheiður Atladóttir hjá A2F arkitektum glöð með útsýnið úr húsi Búseta við Keilugranda
Horft yfir hús Búseta við Keilugranda 1 - 9 í Reykjavík
Sigrún Harpa Stefánsdóttir tekur við lyklum að nýrri íbúð við Keilugranda
Mynd sem tekin var við lok fyrsta áfanga Smiðjuholts og sýnir borgarstjóra, starfsmenn borgarinnar og Búseta
Horft yfir Smiðjuholt í Reykjavík og út á haf
Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri taka skóflustundu að Árskógum 5 og 7 Reykjavík
Þrívíddarteiknuð yfirlitsmynd af Árskógum 5 og 7 í Reykjavík. Húsin voru byggð 2018-2020
Fjölmenni á aðalfundi Búseta á Grand Hóteli
Búseti og GG-verk undirrita samning vegna byggingar húsa við Hallgerðargötu 20 í Reykjavík
Þrívíddarmynd af Hallgerdargötu 20
Stjórn Búseta 2023 ásamt Bjarna Þór Þórólfssyni framkvæmdastjóra
Ritstjórn 40 ára afmælisbókar Búseta, Ásdís Ingólfsdóttir, Reynir Ingibjartsson og Páll Gunnlaugsson
Íbúðir við Maríugötu 7 í Urriðaholti, Garðabæ sem er vistvottað hverfi, voru afhentar á afmælisárinu
Rafn Hermannsson forstöðumaður fasteignaumsjónar Búseta afhendir hér Einari Þór Hjartarsyni lykla af íbúð hans við Maríugötu 7
Birna Andrésdóttir fagnaði 20 ára starfsafmæli hjá Búseta á afmælisárinu og Íris M. Valdimarsdóttir 25 ára starfsafmæli
Skóflustunga við Eirhöfði 1. F.h. Hildur Móesesdóttir, Ingvi Jónasson, Bjarni Þór Þórólfsson, Jón Ögmundsson, Hlynur Örn Björgvinsson, Elías Guðmundsson, Halldór Eyjólfsson og Ólafur Finnbogason.

Vörður í 40 ára sögu Búseta

Tímalína 1983 - 2023

1983
Stofnun Búseta

Húsnæðissamvinnufélagið Búseti stofnað á framhaldsstofnfundi á Hótel Borg í Reykjavík 26. nóvember. Alls 760 manns höfðu þá skráð sig í félagið, en undirbúningsstofnfundur hafði verið haldinn 15. október. Jón Rúnar Sveinsson var kjörinn fyrsti formaður og Reynir Ingibjartsson ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra. Skrifstofa félagsins var til húsa í kjallara Hamragarða, á horni Hofsvallagötu og Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur.
Lesa meira

Málgagn Búseta

Útgáfa Búsetans – málgagns húsnæðissamvinnufélagsins hófst. Búsetinn fjallaði aðallega um hagsmunamál félagsins. Málgagnið kom út reglulega til ársins 1997, en þá var útgáfu hætt. Þá tóku fréttabréf við sem voru gefin út á pappír til ársins 2016 en rafræn eftir það.
Lesa meira

1984
Búseti nr. 1

Dregið um félagsnúmer þeirra sem höfðu gerst félagar fyrir 15. desember 1983 og greitt stofngjald 1. febrúar 1984. Þeir kölluðust stofnfélagar og voru 1448 talsins. 21 árs iðnnemi úr Kópavogi, Páll Ingi Kristjánsson hlaut félagsnúmerið 1.
Lesa meira

Könnun á húsnæðisþörf

Framkvæmd könnun meðal félagsmanna Búseta á húsnæðisþörfum og húsnæðisóskum sem nýta mætti í framtíðarstefnu félagsins. Félagsmenn voru þá um 2500.

Sótt um byggingalóðir

Opin umsókn til Reykjavíkurborgar um byggingarlóðir fyrir 150 – 200 íbúðir í fjölbýli lögð fram af stjórn Búseta.

Stórfundur í Háskólabíói

Búseti stóð fyrir stórfundi í Háskólabíói í aprílbyrjun. Samþykktar voru ályktanir þar sem Alþingi var hvatt til dáða varðandi húsnæðisfrumvarp félagsmálaráðherra. Búseti vildi tryggja að húsnæðisfrumvarp ráðherra yrði að lögum, að búseturéttur yrði viðurkenndur í lögum og aðgengi að fjármagni fyrir húsnæðissamvinnufélög og verkamannabústaðakerfi yrði aukið.

„Barátta fyrir búsetu“

Búseti tók þátt í kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar 1. maí og minnti á höfuðkröfu íslenskrar alþýðu að öllum þjóðfélagsþegnum sé gert kleift að eiga kost á öruggu húsnæði. „Barátta fyrir búsetu“ var slagorðið á spjöldum Búseta.
Lesa meira

Stofnun Landssambands

Landssamband Búseta stofnað á Bifröst þann 6. október með fulltrúum frá Búseta og búsetufélögum á landsbyggðinni. Markmið með stofnun félagsins var að mynda tengsl milli búsetufélaga um allt land. Fyrsti formaður sambandsins var Guðni A. Jóhannesson.

Búseti fær einkennismerki

Fyrsta einkennismerki (lógó) Búseta tekið í notkun, teiknað af Gunnari Steindórssyni auglýsingateiknara.

1985
Lóðarúthlutun við Frostafold

Búseti sótti formlega um lóðir fyrir 56 íbúðir sem staðsetja átti í Grafarvogi. Félaginu var úthlutuð lóð fyrir 8 hæða hús við Frostafold og raðhús við Fannafold, sem Búseti afsalaði sér. Lóðarúthlutuninni var fagnað á uppstigningardag á lóðinni við Frostafold þar sem skálað var í ávaxtasafa.

Aðild að NBO

Búseti gerist aðili að félagi norrænna húsnæðissamvinnufélaga, NBO á fyrsta fundi NBO á Íslandi 27. september. Markmiðið með samstarfinu er að samtökin séu virkur þátttakandi í mótun húsnæðisstefnu í hverju landi fyrir sig og að löndin eigi samstarf sín á milli og deili reynslu.

1986
Skóflustunga

Fyrsta skóflustunga tekin að fyrsta íbúðarhúsnæði Búseta við Frostafold þann 26. nóvember af Búseta nr. 1, Páli Inga Kristjánssyni undir dynjandi lófataki viðstaddra.

1987
Útdráttur félagsnúmera

Dregið var úr númerum félagsmanna um íbúðir í Frostafold 18-20 þann 15. maí. Útdrátturinn fór fram á byggingasvæðinu í sól og blíðu.
Lesa meira

1988
Tölva á skrifstofuna

Fyrsta tölva félagsins keypt, Macintosh SE vél, sem leysti ritvélina og pennaskrifin af hólmi.
Lesa meira

Vígsla fyrsta hússins

Fyrsta húsið vígt á fimm ára afmæli Búseta þann 26. nóvember. Húsið stendur við Frostafold 18 - 20 í Reykjavík og er níu hæða fjölbýlishús með 46 íbúðum. Þess má geta að einn af frumbyggjum hússins býr þar enn.
Lesa meira

1989
Peningagjöf til Búseta

Enn hélt NBO, samtök norrænna húsnæðissamvinnufélaga stjórnarfund í Reykjavík. Búseta var við það tækifæri færð vegleg peningagjöf sem notuð var til kaupa á húsgögnum og gluggatjöldum í samkomusalinn á efstu hæð Frostafoldar.
Lesa meira

Ákveðið að byggja við Trönuhjalla

Samið við Byggðaverk um byggingu 26 íbúða við Trönuhjalla í Kópavogi.
Lesa Meira

1990
Flutt á Laufásveg

Starfsemi Búseta flyst í leiguhúsnæði við Laufásveg 17 í Reykjavík. Hér sést starfsfólk og formaður á þeim tíma, efri röð f.v. Sigurdís Reynisdóttir, Þórarinn Magnússon og Reynir Ingibjartsson, neðri röð f.v. Harpa Njáls, Guðríður Haraldsdóttir og Páll Gunnlaugsson.

Búsparnaður

Samningur um Búsparnað undirritaður milli Búseta og Búnaðarbankans. Með Búsparnaði var fé lagt fyrir reglubundið í að minnsta kosti 12 mánuði og opnaðist þá lánamöguleiki frá bankanum til kaupa á búseturétti.

Fréttabréfið Búinn

Útgáfa fréttabréfs samstarfshóps Búseta og búsetufélaganna hófst undir nafninu Búinn. Fréttabréfið var hugsað sem samtal búsetufélaganna en þau sáu fréttabréfinu fyrir efni. Fréttabréfin voru gefin út til ársins 2016.

Nýtt einkennismerki

Nýtt einkennismerki Búseta leit dagsins ljós sem teiknað var af Tómasi Jónssyni auglýsingateiknara. Hér halda þær Sigurdís Reynisdóttir og Guðríður Haraldsdóttir starfsmenn Búseta á merkinu.

1991
X. kafli um húsnæðissamvinnufélög

Fyrstu lög um húsnæðissamvinnufélög og búseturétti samþykkt með sérkafla (X. kafla) í lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nr. 86/1988.

100. íbúðin afhent

Eitthundraðasta íbúðin afhent, sem var við Trönuhjalla 13 – 17 í Kópavogi.
Lesa meira

1992
Hamragarðar verða aðsetur félagsins

Búseti kaupir Hamragarða undir starfsemina og flyst því aftur yfir í húsið. Félagið var staðsett þar til ársins 1998.
Lesa meira

1993
Drög að húsnæðisstefnu

Samþykkt að vinna að stefnu Búseta í húsnæðismálum og skipuð nefnd á Búsetaþingi. Nefndin lagði fram drög að húsnæðisstefnu á þingi ári síðar.

1994
Búseti landssamband 10 ára

Fyrsta ráðstefna NBO haldin á Íslandi en þetta ár átti Búseti landssamband 10 ára afmæli. Ráðstefnan var haldin á Akureyri. Meðfylgjandi mynd er frá NBO þingi í Haugasundi 1992. Reynir Ingibjartsson er fremst á mynd í brúnum jakka og Páll Gunnlaugsson annar f.v. í efri röð, einnig í brúnum jakka.

1995
Breytt fjölskyldumynstur

Málþing Búseta á Hótel Sögu undir yfirskriftinni „Heimilið á 21. öldinni.“ Þar var farið yfir breytt fjölskyldumynstur og hvaða íbúðategund hentaði fyrir hina nýju fjölskyldu.
Lesa meira

1996
Rekstur landssambands til Búseta

Búseti tók að sér daglegan rekstur Búseta landssambands. Þá voru átta búsetufélög starfandi á landinu, á Akranesi, Akureyri, Húsavík, Neskaupsstað, á Fljótdalshéraði, í Garðabæ og Mosfellsbæ auk Reykjavíkur. Félögin í Garðbæ, Mosfellsbæ og á Akranesi sameinuðust Reykjavíkurfélaginu síðar.

Eldri félagsmenn fá deild

Deild eldri félagsmanna Búseta stofnuð. Árið 1998 var deildinni breytt í sérstakt samvinnufélag undir nafninu Búmenn og bein tengsl við Búseta slitin.

1997
Ný öld

Málþing Búseta í Ráðhúsi Reykjavíkur með yfirskriftinni „Ný öld, ný hugsun, ný verkaskipting.“

1998
Starfsemin í Skeifuna

Búseti flytur í leiguhúsnæði við Skeifuna 19 í Reykjavík. Starfsemin er þar til ársins 2011 þegar flutt er í Síðumúlann.

2000
Útekt á félaginu á nýrri öld

Úttekt framkvæmd á rekstri og viðhaldsmálum búsetufélaganna og gefin út í skýrslunni „Búseti á nýrri öld.“

2001
Leigufélag stofnað

Leigufélag Búseta stofnað í október sem einkahlutafélag í fullri eigu Búseta.
Lesa meira

2002
Ósk um endurskoðun laga

Drög um endurskoðun laga um húsnæðissamvinnufélög birt. Ósk um endurskoðun kom frá Búseta. Drögin féllu í grýttan jarðveg hjá félagsmönnum.

2003
Fyrstu leiguíbúðir í Þorláksgeisla

Fyrstu íbúðir Leigufélags Búseta byggðar við Þorláksgeisla í Reykjavík, alls 60.
Lesa meira

2004
Landssamband lagt niður

Landssamband Búseta var lagt niður.

2011
Húsnæði keypt undir starfsemina

Búseti festi kaup á núverandi skrifstofuhúsnæði við Síðumúla 10 og flutti starfsemina þangað árið 2012.

2013
Búseti 30 ára

30 ára afmæli Búseta. Eftir smá hlé á málþingshaldi var blásið til málþings í tilefni afmælisins með yfirskriftinni „Þriðja leiðin á húsnæðismarkaðnum.“ Einnig var gefið út veglegt afmælisrit.

2015
Smiðjuholt undirbúið

Hafist handa við stærsta byggingaverkefni Búseta til þessa, 203 íbúða hús við Einholt 6 – 12 og Þverholt 15 – 23 í Reykjavík, gjarnan kallað Smiðjuholt. Undirbúningur verksins nær þó aftur til ársins 2012 þegar kaupsamningur lóðar var undirritaður þann 1. mars. Hönnuðir eru arkitektarnir Guðrún Ingvarsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir.
Lesa meira

Núverandi einkennismerki tekið í notkun

Núverandi einkennismerki Búseta var tekið í notkun. Það er teiknað af hönnunarteyminu Royal, þeim Ísak Winther og Pétri Guðmundssyni.

2016
Viljayfirlýsing um byggingarétt

Framkvæmdastjóri Búseta og borgarstjóri Reykjavíkur skrifuðu undir viljayfirlýsingu þess efnis að Búseti fengi byggingarrétt fyrir 226 íbúðir á nokkrum stöðum í borginni. Viljayfirlýsingin var í samræmi við markmið húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar.
Lesa meira

2020
Búseturéttir við Keilugranda í sölu

Fyrstu búseturéttirnir við Keilugranda auglýstir. Það byggingaverkefni er meðal þeirra stærstu hjá Búseta og eitt þeirra verkefna sem nefnd voru í samkomulagi Búseta og Reykjavíkurborgar frá 2016.
Lesa meira

2022
Frekari uppbygging

Bjarni Þór Þórólfsson framkvæmdastjóri Búseta og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir viljayfirlýsingu um enn frekari uppbyggingu húsnæðis fyrir félagsmenn Búseta. Einnig skrifuðu forsvarsmenn Byggingafélags námsmanna, Félagsbústaða, Bjargs og Félagsstofnunar Stúdenta undir lóðarvilyrði fyrir óhagnaðardrifin íbúðarfélög.

2023
Hallgerðagata

Búseti byggir við Hallgerðargötu 20 þriggja hæða lyftuhús með 42 íbúðum. Um er að ræða tvískipta byggingu með bílakjallara. Íbúðirnar verða fjölbreyttar að stærð og gerð, tveggja til fimm herbergja, allt frá 60 m² til rúmlega 140 m² að stærð.

Lesa nánar.

Fyrsta skóflustunga tekin að Eirhöfða 1

Undirbúningur er hafinn að nýbyggingarframkvæmd Búseta við Eirhöfða á Ártúnshöfðanum.

Skóflustunga að 47 nýjum íbúðum sem Búseti húsnæðissamvinnufélag byggir við Eirhöfða 1 á Ártúnshöfða Reykjavíkur var tekin 10. nóvember 2023.

Lesa meira

40 ára afmæli

Búseti 40 ára. Saga Búseta rituð af Páli Gunnlaugssyni gefin út og afmælishátíð haldin á Grand hótel 23. nóvember. Á myndinni er ritstjórn bókarinnar, Ásdís Ingólfsdóttir, Reynir Ingibjartsson og Páll.
Félagsmenn eru í dag um 5.300 og félagsnúmer að nálgast 21.500.