Trönuhjalli stór áfangi í sögu Búseta

100. íbúðin afhent

Með byggingu Trönuhjalla var stórum áfanga í sögu Búseta náð. Þar afhentum við 100. íbúð félagsins í mars 1991. Þórður Magnússon, Sigríður Bjarnadóttir og dóttirin Guðrún fengu þann heiður að taka við íbúð nr. 100. Þórður var jafnframt formaður í búsetufélaginu í Trönuhjalla.

Þórður, Sigríður og Guðrún

Sigurður Sigurjónsson, forstjóri Byggðaverks, afhenti Þórarni Magnússyni, framkvæmdastjóra Búseta, táknrænan lykil. Jafnframt var við það tækifæri fagnað nýsettum lögum um húsnæðissamvinnufélög og búseturétt. Jóhanna Sigurðardóttir, enn félagsmálaráðherra, heiðraði okkur með nærveru sinni.

F.v. Þórarinn Magnússon, Harpa Njáls, Jóhanna Sigurðardóttir, Þórður Magnússon, Páll Gunnlaugsson og Reynir Ingibjartsson