Trönuhjalli

Þar var 100. íbúðin afhent

Eftir áramótin 1989 var samið við Byggðaverk um byggingu 26 íbúða við Trönuhjalla í Suðurhlíðum Kópavogs, enn með fyrirvara um lánveitingar. Hér kom til velvilji og áhugi Kristjáns Guðmundssonar sem var félagsmálastjóri Kópavogs 1971-1982 og bæjarstjóri frá 1982-1990. Hann var mikill samvinnumaður og var í mun að Búseti byggði í Kópavogi og tengdi okkur og Byggðaverk. Með byggingu Trönuhjalla var stórum áfanga í sögu Búseta náð. Þar afhentum við 100. íbúð félagsins í mars 1991.

Horft yfir eign Búseta við Trönuhjalla