Undirbúningur er hafinn að nýbyggingarframkvæmd Búseta við Eirhöfða á Ártúnshöfðanum.
Skóflustunga að 47 nýjum íbúðum sem Búseti húsnæðissamvinnufélag byggir við Eirhöfða 1 á Ártúnshöfða Reykjavíkur var tekin 10. nóvember sl. Sérverk mun sjá um byggingu íbúðanna. Það eru ASK arkitektar sem eiga heiðurinn af hönnun húsanna.
F.h. Hildur Móesesdóttir, Ingvi Jónasson, Bjarni Þór Þórólfsson, Jón Ögmundsson, Hlynur Örn Björgvinsson, Elías Guðmundsson, Halldór Eyjólfsson og Ólafur Finnbogason.
Fyrirhugaðar framkvæmdir á Ártúnshöfðanum munu gjörbreyta ásýnd þessa rótgróna atvinnu- og iðnaðarhverfis. Í þessu nýbyggingarverkefni Búseta byggir félagið fimm íbúðir fyrir Brynju, leigufélag Öryrkjabandalagsins. Íbúðirnar verða fjölbreyttar að stærð og gerð. Um er að ræða sex hæða hús með tveimur stigagöngum sem áætlað er að verði tilbúið til afhendingar um mitt ár 2025. Gert er ráð fyrir að íbúar húss Búseta geti nýtt bílastæði við húsið ásamt bílastæðum í nærliggjandi bílastæðahúsi.
F.h. Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdarstjóri Búseta, Jón Ögmundsson, stjórnarformaður Búseta og Elías Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Sérverk.
Mjög spennandi áform eru uppi með skipulag Ártúnshöfða og Elliðaárvogs samkvæmt rammaskipulagi svæðisins. Hverfið er stærsta þróunar- og uppbyggingarsvæði Reykjavíkur þar sem iðnaður mun víkja fyrir uppbyggingu íbúðarbyggðar.