Óvenjulegur hiti var þennan vordag
Næsti áfangi byggingarsögunnar var þegar dregið var um íbúðir í húsinu. Þótti tilhlýðilegt að sá atburður færi fram á byggingarstaðnum.
Það var sól og óvenjulegur 20 stiga hiti sunnudaginn 15. maí 1987. Klukkan 13.30 hafði stjórn Búseta verið boðuð að Frostafold til stjórnarfundar. Reyndist það vera 90. stjórnarfundurinn frá stofnun félagsins árið 1983 og var haldinn undir berum himni.
Frá 90. stjórnarfundi Búseta sem haldin var undir beru lofti á byggingasvæðinu við Frostafold
Fyrir klukkan 14 var fjölmenni mætt á staðinn og var eftirvænting í loftinu. Ákveðið hafði verið að senda umsóknarform á félagsmenn með 250 lægstu félagsnúmerin. Búseta bárust svo umsóknir frá 51 félagsmanni innan þessa hóps. Þrír þeirra greiddu ekki staðfestingargjald svo alls voru 49 umsóknir um íbúðirnar 46.
Byrjað var að draga um tveggja herbergja íbúðir og dró fyrstur sá sem hafði lægst númer. Síðan var dregið um þriggja herbergja íbúðir og svo koll af kolli. Dregið var úr hjálmi merktum Hagvirki og gekk vel í blíðunni. Mestur var spenningurinn fyrir efstu hæðunum, en þeir lofthræddu fegnir íbúðum neðar!
Ólafur Sigurðsson einn búseta í Frostafold dregur númer úr hjálmi Hagvirkis í höndum Páls Gunnlaugssonar