Fyrsta tölvan í starfsemi Búseta
Venjan var að allar fundargerðir stjórnar voru handskrifaðar meðan á fundi stóð. Síðan var fundargerðin hreinrituð á ritvél milli funda og lögð fram til samþykktar á næsta fundi. Þessar fundargerðir eru allar til í safni félagsins. Í fundargerð stjórnar í júlí sama ár er sagt undir liðnum Önnur mál: „Nýkeypt tölva Búseta borin inn á fundinn öllum til ánægju og næg verða verkefnin.“ Fyrsta fundargerð stjórnar Búseta er síðan (hrein)skrifuð á nýju tölvuna í nóvember 1988 og þá bar svo við að hún var öll útkrotuð í handskrifuðum leiðréttingum. Því áttum við ekki að venjast þegar fundargerðir voru skrifaðar á ritvélina! Bölvað vesen með þessar tölvur!
Reynir Ingibjartsson og Harpa Njáls skoða gripinn.