Húsnæðissamvinnufélagið Búseti stofnað á framhaldsstofnfundi á Hótel Borg í Reykjavík 26. nóvember. Alls 760 manns höfðu þá skráð sig í félagið, en undirbúningsstofnfundur hafði verið haldinn 15. október. Jón Rúnar Sveinsson var kjörinn fyrsti formaður og Reynir Ingibjartsson ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra. Skrifstofa félagsins var til húsa í kjallara Hamragarða, á horni Hofsvallagötu og Hávallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur.
Lesa meira